Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
SoaD.jpg

System of a Down (oft nefnd SOAD eða System) er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í Los Angeles árið 1995. Allir meðlimirnir fjórir, Serj Tankian, Daron Malakian, Shavo Odadjian og John Dolmayan, eru af armenskum uppruna og eru þekktir fyrir það að láta í ljós stjórnmálaskoðanir sínar með lagasmíðum. Þekktustu lög fjórmenningana eru „Chop Suey“, „Toxicity“, „Aerials“, „B.Y.O.B. (Bring Your Own Bombs)“, „Question!“, „Lonely Day“, „Sugar“ og „Hypnotize“.

Þegar Soil, hljómsveit Tankian og Malakian flosnaði upp, tóku þeir sig saman og bjuggu til nýja hljómsveit. Þeir báðu Odadjian, sem þá var í annarri hljómsveit, um að vera með hljómsveitinni og hann vann fyrst í stað sem umboðsmaður hljómsveitarinnar. Hann fékk þó fljótlega hlutverk bassaleikara í nýju hljómsveitinni, System of a Down. Ein af fyrstu útgáfum sveitarinnar var lagið „Sugar“ sem er spilað á hverjum tónleikum sveitarinnar. Andy Khachaturian kom inn í hljómsveitina sem trommuleikari og með honum hljóðritaði sveitin nokkrar prufuplötur.

Fyrri mánuðir: AlþingiMenntaskólinn HraðbrautKjördæmi Íslands