Serj Tankian
Serj Tankian (fæddur 21. ágúst 1967) er bandarískur tónlistarmaður af armenskum uppruna og jafnframt söngvari hljómsveitarinnar System of a Down.
Ævisaga
[breyta | breyta frumkóða]Tankian er fæddur í Beirút 21. ágúst 1967, en við 5 ára aldur fluttist hann með foreldrum sínum til Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar lagði hann stund á söng- og gítarnám. Eftir að hafa lokið framhaldsskóla lærði hann markaðsfræði. Árið 1993 stofnaði hann hljómsveitina Soil ásamt Daron Malakian félaga sínum. Tveimur árum síðar liðaðist Soil í sundur, þannig að þeir fengu Shavo Odadjian og Andy Khachaturian til liðs við sig og úr varð System of a Down.
Serj Tankian á eigið útgáfufyrirtæki sem hann kallar Serjical Strike og gefur út tónlist þeirra hljómsveita sem ekki falla undir mainstream skilgreininguna. Serjical Strike var stofnað í apríl 2001. Hljómsveitir sem hafa verið gefnar út af fyrirtækinu eru meðal annars Bad Acid Trip, Kittens for Christian, Slow Motion Reign og Fair to Midland, en fyrsta verkið sem var gefið út var samstarfsverkefni Tankian og vinar hans, Arto Tunçboyaçiyan, og nefnist Serart.
Tankian er afar pólistískur en þeir Tom Morello, gítarleikari Audioslave, stofnuðu saman stjórnmálaaflið Axis of Justice. Lítið er vitað um einkalíf Tankians en þó er ljóst að hann er grænmetisæta og hefur yndi af ljóðlist. Hann hefur sjálfur gefið út bókina Cool Gardens sem inniheldur ljóðlist hans og hlaut hún mikið lof gagnrýnenda.
Sólóskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Elect the Dead (2007)
- Imperfect Harmonies (2010)
- Harakiri (2012)
- Orca Symphony No. 1 (2013)
Ljóðabækur
[breyta | breyta frumkóða]- Cool Gardens (2001, MTV Books)
- Glaring Through Oblivion (2011, It Books)