Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýraeldar á gervihnattamynd.

Mýraeldar voru sinueldar sem komu upp að morgni 30. mars og stóðu til aðfararnætur 2. apríl árið 2006 í Hraunhreppi í Borgarbyggð. Þeir fóru um 75 km² landsvæði en alls brunnu um 67 km² lands þegar frá eru dregnar tjarnir og innilokuð svæði sem brunnu ekki. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá vindlingi við þjóðveg 54 á móts við Bretavatn. Sinueldurinn barst mjög hratt, um 18 kílómetra á fyrstu sex klukkustundunum. Brennda svæðið var allt á milli þjóðvegar 54, 540 og 537, að undanskilinni einni tungu sem náði suður fyrir veg 537. Þegar mest var var eldveggurinn allt að tveggja metra hár og fór með tuga metra hraða á mínútu.

Fyrri mánuðir: SaharaversluninStóra bombaShōgi