Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Óbó

Óbó er tréblásturshljóðfæri af flokki tvíblöðunga. Orðið „óbó“ er komið af franska orðinu „hautbois“ sem merkir bókstaflega „hátt eða hávært tré“. Einstaklingur sem spilar á óbó er kallaður óbóleikari. Halldór Laxness nefnir hljóðfærið óbóu (nf. kv. óbóa).

Hljóðpípa óbósins er í laginu eins og löng og mjó keila með afskornum oddi, rúmlega 60 cm löng, í stað odds tekur við munnstykkið. Óbóið er oftast búið til úr grenadillaviði (afrískur svartviður) en blaðið er úr bambus og stöpullinn, stysti, efsti og þrengsti hluti hljóðpípunnar, er ýmist úr bronsi eða nikkel. Óbóið er í fjórum hlutum, neðsti og víðasti hlutinn heitir „bjalla“, næst kemur „neðra stykkið“, svo „toppstykkið“ og loks „munnstykkið“ eða „blaðið“.