Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2008
Princeton-háskóli er staðsettur í bænum Princeton í New Jersey og er fjórði elsti háskólinn í Bandaríkjunum. Princeton-háskóli, sem er oft talinn einn besti háskóli Bandaríkjanna, hefur auk þess að bjóða upp á grunnnám og framhaldsnám í hugvísindum, raunvísindum og félagsvísindum, arkitektaskóla, verkfræðiskóla, og skóla fyrir stjórnsýslu- og alþjóðafræði. Skólinn var stofnaður undir heitinu College of New Jersey árið 1746 en nú er annar skóli rekinn undir heitinu College of New Jersey. Upphaflega var skólinn í bænum Elizabeth í New Jersey. Árið 1756 var skólinn fluttur til Princeton og nafni skólans var formlega breytt í „Princeton University“ árið 1896. Princeton University er einn af átta skólum sem kenndir eru við „bergfléttudeildina“ eða Ivy League.