Wikipedia:Gæðagreinar/Stríð Íraks og Írans
Stríð Íraks og Írans (einnig kallað Fyrsta Persaflóastríðið) var stríð háð á milli Írans og Íraks sem stóð frá 22. september 1980 til 10. ágúst 1988. Deilt er um upphaf og ástæður stríðsins, en í grundvallaratriðum var barist um áhrif á Persaflóasvæðinu. Valdamenn í báðum löndum vonuðust til að draga úr þrótti andstæðingsins og auka þannig eigin völd bæði heima og á alþjóðavettvangi. Stríðið hófst með innrás Íraka. Þeir sóttu hratt inn í Íran til að byrja með en hægðu svo á og hörfuðu aftur inn í Írak og vörðust. Seinna á lokamánuðum stríðsins hófu þeir svo aftur sókn inn í Íran. Stríðið kallaði miklar hörmungar yfir báðar þjóðirnar, tafði efnahagsþróun, truflaði olíuútflutning og kostaði um eina milljón mannslífa að því að talið er.
Lesa áfram um stríð Íraks og Írans...