Wikipedia:Gæðagreinar/Stóra bomba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stóra bomban er heiti á atburði sem átti sér stað árið 1930 og varðaði aðallega Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi.

Jónas Jónsson frá Hriflu var dómsmálaráðherra á þessum tíma og hafði bakað sér töluverðar óvinsældir meðal lækna. Hápunkti þessara óvinsælda var án efa náð þegar Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, lýsti því yfir að hann teldi Jónas bera merki um geðveiki og ætti hann því að láta af embætti dómsmálaráðherra tafarlaust. Oft er þetta mál kallað geðveikismálið en Jónas nefndi þennan atburð stóru bombuna og hefur það nafn fest við það.

Læknadeilan fólst aðallega í skipan lækna en teygði sig einnig inn í starfsmannamál á Vífilsstöðum. Á þessum tíma skipaði dómsmálaráðherra lækna í stöður en það var viðtekin venja að embættisnefnd lækna fengi í raun að ráða. Jónas var aftur á móti ósammála þessari venju og sérstaklega þótti honum sárt þegar nefndin ætlaði að láta hann skipa svarinn óvin Framsóknarflokksins.

Lesa áfram um Stóru bombu...