Fara í innihald

Wikipedia:Flokkakerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Flýtileið:
WP:FS

Flokkakerfi íslensku Wikipediu er byggt að miklu leyti að fyrirmynd ensku Wikipediu. Á þessari síðu er mótuð almenn stefna til rökstuðnings þess hvernig flokkatréið ætti að vera uppbyggt.

Grunnflokkar

[breyta frumkóða]

Flokkur:Grunnflokkar ættu aðeins að vera Maðurinn, Fræðigreinar, Náttúran, Tímatöl og Tækni.

Víðsjárri lista er að finna hér.

Vísindi eða fræði

[breyta frumkóða]

Margar fræðigreinar kallast ýmist vísindi og fræði, t.d. lífvísindi og líffræði, sem er ein og sama fræðigreinin samt sem áður. Ætíð skildi skeyta fræði fyrir aftan frekar en vísindum ef um er að ræða slíka tvíræðni.

Flokkað eftir landi

[breyta frumkóða]

Ef flokka á eftir landi skal ætíð skrifa það eins og hér er sýnt: Íslenskir tónlistarmenn eða Rómverskir hátíðardagar. Ekki Tónlistarmenn frá Íslandi eða Hátíðardagar í Rómaveldi. Yfirflokkar þessara flokka ættu að líta svona út: Flokkur:Tónlistarmenn eftir löndum, þ.e.a.s. orðið land er notað í fleirtölu frekar en t.d. þjóðerni.

Flokkaröð

[breyta frumkóða]

Flokkar í greinum koma í stafrófsröð, þó með þeirri undantekningu að stubbamerkingar skulu koma á undan en fæðingar- og dánarflokkar skulu koma síðastir.

Dæmi um rétta flokkun:

  • Íslenskir stjórnmálamenn, {{fd|1915|2000}}

Röng flokkun:

  • {{fd|1915|2000}}, Íslenskir stjórnmálamenn

Ekki allt verðskuldar flokk

[breyta frumkóða]

Ekki allar greinar verðskulda „eigin“ flokk, ef svo mætti að orði komast. Þær greinar sem hægt er að byggja utan á og fengju t.d. 4 aðrar greinar með sér í flokk ætti að fá eigin flokk. Flokkar verða því að lágmarki að innihalda 5 greinar. Stóra flokka ætti að skipta í undirflokka sem hver og einn inniheldur meira en 5 greinar.


Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá