Wacław Sierpiński

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wacław Sierpiński

Wacław Franciszek Sierpiński (fæddur 14. mars 1882, dáinn 21. október 1969) var pólskur stærðfræðingur. Hann er best þekktur fyrir rannsóknir sínar í grúpufræðum, talnakenningunni, grannfræði og brotamyndum.

Tvær mjög frægar brotamyndir eru kenndar við Sierpinski, sem heita Teppi Sierpinskis (Sierpinski's Carpet) og Pakkning Sierpinskis (Sierpinski's Gasket).