Waage

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Waage er 12. algengasta ættarnafnið á Íslandi. Sá sem fyrstur tók upp þetta nafn var Ólafur Gíslason Waage, fæddur um 1760, dáinn 15. mars 1797. Hann átti enga afkomendur hér á landi, en hugsanlega í Danmörku. Magnús Jónsson Waage (1799 - 1857), skipstjóri og útvegsbóndi í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd tók þetta ættarnafn upp síðar. Hann er ættfaðir allra þeirra sem síðar hafa borið þetta nafn hér á landi. Magnús Jónsson var í Noregi að læra smíðar. Var þar samtíða landa sínum og alnafna. Til að aðgreina þá nafnana þá tók Magnús upp þetta ættarnafn. Honum hefur e.t.v. fundist framburðurinn vísa til Voganna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.