Fara í innihald

Web Content Accessibility Guidelines

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá WCAG)

Web Content Accessibility Guidelines (lausl. „viðmiðunarreglur fyrir aðgengi að vefsíðum“) eru viðmiðunarreglur W3C fyrir vefaðgengi fólks með fötlun. Reglurnar eru þróaðar af verkefninu Web Accessibility Initiative sem hófst árið 1997. Þær eru settar fram sem leiðbeiningar um það hvernig hægt er að hanna vefsíður þannig að þær nýtist öllum og styðji við margs konar aðgangsbúnað, þar á meðal takmarkaðan búnað eins og farsíma. WCAG skilgreinir þrjú stig aðhæfingar: reglur sem allir verða að fylgja (A), reglur sem allir ættu að fylgja (AA) og reglur sem sumir gætu fylgt til að tryggja fleirum aðgengi (AAA).

Fyrsta útgáfa WCAG varð W3C-tilmæli 5. maí 1999. Hún þótti brátt úrelt eftir því sem vefurinn þróaðist. Önnur útgáfa varð að tilmælum 11. desember 2008 eftir langt og strangt umsagnarferli.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.