Fara í innihald

Vuvuzela

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rautt vuvuzela

Vuvuzela er hljóðfæri úr plasti sem mælist um 65 cm að lengd. Þegar blásið er í vuvuzela heyrist hár B♭3 tónn. Ýmsar gerðir af vuvuzela eru til og gefa frá sér mismuanandi tónsvið eftir stærð og útliti. Svipað hljóðfæri sem heitir corneta er notað í Brasilíu og öðrum löndum í Suður-Ameríku.

Vuvezela er mest notað á knattspyrnuleikum í Suður-Afríku, enda orðið tákn leikvanga þar í landi. Vuvuzela varð þekkt um allan heim á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2010 sem núna er haldið í Suður-Afríku.

Töluvert hefur verið kvartað yfir notkun vuvuzela á leikjum að undanförnu. Hafa menn jafnvel hugleitt að banna á vuvuzela á HM en lítið hefur þó farið fyrir framkvæmdum í þeim efnum.