Fara í innihald

Vindhraði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vindhraði í veðurfræði er 10 mínútna meðalhraði vinds á ákveðinni hæð (oft 10 metrar frá yfirborði), sem mældur er með vindmæli, eða metinn af veðurathugunarmanni. Í veðurskeytum er gefinn vindhraði og vindátt og stundum hámarksvindhraði og mesta vindhviða frá síðustu veðurathugun. Minnsti vindhraði er núll eða logn, en mesti hugsanlegi vindhraði er hljóðhraðinn í lofti. Beaufort-kvarðinn er enn talsvert notaður til að gefa mat á vindstyrk.