Fara í innihald

Vigfús Árnason (prestur á Hofi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vigfús Árnason (16001673) var dómkirkjuprestur í Skálholti, síðan skólameistari við Hólaskóla og síðast prestur á Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi.

Vigfús var sonur Árna Magnússonar sýslumanns á Eiðum og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann var dómkirkjuprstur í Skálholti 1630-1632 en varð þá skólameistari á Hólum og var þar í sex vetur. Árið 1638 varð hann prestur á Hofi í Vopnafirði og var þar til dauðadags, eða í 35 ár. Hann var prófastur í Múlaprófastsdæmi frá 1652-1671.

Kona Vigfúsar var Valgerður Skúladóttir, systir Þorláks Skúlasonar biskups og dótturdóttir Guðbrands Þorlákssonar. Þau áttu fjölda barna.

  • „„Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal". Norðanfari, 33.-34. tölublað, 1882“.