Fara í innihald

Victor Urbancic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Victor von Urbantschisch)

Victor Urbancic eða Viktor von Urbantschitsch (9. ágúst 19034. apríl 1958) var austurrískur tónlistarmaður frá Vínarborg sem flúði til Íslands árið 1938 undan nasistum, en kona hans, Melitta, var af gyðingaættum. Var koma hans til Íslands ekki síst fyrir milligöngu félaga frá námsárunum, Franz Mixa, annars vel menntaðs Austurríkismanns, sem fenginn hafði verið til að aðstoða við undirbúning tónlistaratriða á Alþingishátíðinni 1930. Urbancic dvaldist seinni hluta ævinnar á Íslandi og hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf.

Urbancic starfaði við tónlistarháskólann í Graz í Austurríki áður en hann kom til Íslands árið 1938. Á Íslandi var hann mikil lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og var meðal annars tónlistarstjóri í Þjóðleikhúsinu. Þar setti hann upp fyrstu óperuna sem flutt var á Íslandi, Rigoletto eftir Giuseppe Verdi árið 1951. Hann var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og organisti og söngstjóri kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. Urbancic lést á föstudaginn langa árið 1958 í Reykjavík, langt fyrir aldur fram.

  • Glatkistan
  • Árni Heimir Ingólfsson. Tónar útlaganna. Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf. Hið íslenska bókmenntafélag, 2024
  Þessi æviágripsgrein sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.