Föstudagurinn langi
Útlit
Föstudagurinn langi er síðasti föstudagur fyrir páska. Þá minnast kristnir menn píslargöngu Jesú, krossfestingar hans og dauða á krossi, en samkvæmt guðspjöllunum gerðust þessir atburðir á síðasta föstudag fyrir páska. Þá var Jesú krossfestur ásamt tveimur ræningjum sem höfðu einnig verið dæmdir til krossfestingar.