Verkakvennafélagið Framsókn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verkakvennafélagið Framsókn var stéttarfélag verkakvenna í Reykjavík, stofnað 25. október árið 1914 vegna þess að Verkamannafélagið Dagsbrún ákvað að hleypa konum ekki inn í félagið af ótta við samkeppni um vinnu og í launum. Félögin störfuðu mestalla 20. öldina þar til þau voru sameinuð í eitt 1997 og urðu að Eflingu árið 1998 með sameiningu við fleiri stéttarfélög.

Fyrsti formaður Framsóknar var Jónína Jónatansdóttir.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.