Skólasöngleikurinn 2
Skólasöngleikurinn 2 | |
---|---|
High School Musical 2 | |
Leikstjóri | Kenny Ortega |
Handritshöfundur | Peter Barsocchini |
Framleiðandi | Bill Bordin Kenny Ortega |
Leikarar | Zac Efron Vanessa Hudgens Corbin Bleu Ashley Tisdale Lucas Grabeel Monique Coleman |
Dreifiaðili | Disney Channel, Family |
Frumsýning | 17. ágúst 2007 |
Lengd | 104 mín. (lengri útgáfa 111 mín.) |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
Ráðstöfunarfé | $7.000.000 |
Undanfari | Skólasöngleikurinn |
Framhald | High School Musical 3: Senior Year |
Skólasöngleikurinn 2 (enska: High School Musical 2) er önnur myndin í Skólasöngleikurinn-seríunni. Hún var heimsfrumsýnd 17. ágúst 2007 í Disneylandi í Kaliforníu. Leikararnir, m.a. Zac Efron, Lucas Grabeel, Vanessa Hudgens og Ashley Tisdale mættu á frumsýninguna. Hún var sýnd á Disney Channel í Bandaríkjunum og á Family í Canada.
Í þessari annarri mynd í Disney-seríunni, er Troy Bolton stressaður yfir að fá ekki sumarstarf og hvað háskóli kostar mikið. Þá hyggst hann tryggja að hann og Gabriella geti verið saman allt sumarið.
17,3 milljónir horfðu á frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum - næstum því 10 milljónum fleiri en á fyrri myndina. Þegar hún var sýnd sat hún í efsta sæti yfir fjölmennustu frumsýningar.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Í East High hringir síðasta bjalla skólaársins og nemendurnir syngja lagið What Time Is It. Sem tákn um tilfinningar sínar til Gabriellu (Vanessa Hudgens gefur Troy (Zac Efron) henni hálsmen með stafnum „T“ sem merki um hann.
Sharpay og Ryan Evans (Ashley Tisdale og Lucas Grabeel) ætla að eyða sumrinu á fjölskylduhótelinu, Lava Springs (Fabulous), en plan Sharpay var að fá Troy í vinnu svo hún gæti dregið hann á tálar. En Troy hefur sannfært framkvæmdastjóra hótelsins, Mr.Fulton (Mark L. Taylor) til þess að ráða Gabriellu og nánasta vinahóp þeirra; sem inniheldur bestu vinkonu Gabriellu, Taylor (Monique Coleman), og besta vin Troy, Chad (Corbin Bleu). Sharpay verður mjög pirruð þegar hún kemst að því að Gabriella er nýji sundlaugarvörðurinn. Mr.Fulton getur ekki rekið þau og þá krefst Sharpay þess (þar sem móðir hennar var samþykk ráðningunum) að Fulton eigi að láta þau vilja hætta. Hann gerir lítið úr öllum krökkunum, en Troy sannfærir þau um að þau geti klárað þetta á viljastyrknum (Work This Out).
Að lokum fagna allir sumarlokum með því að halda sundlaugarteiti (All for One).
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]Leikari | Persóna |
---|---|
Zac Efron | Troy Bolton |
Vanessa Hudgens | Gabriella Montez |
Ashley Tisdale | Sharpay Evans |
Lucas Grabeel | Ryan Evans |
Corbin Bleu | Chad Danforth |
Monique Coleman | Taylor McKessie |