Fara í innihald

Stuttnefja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Uria lomvia)
Stuttnefja
Stuttnefjur á Svalbarða.
Stuttnefjur á Svalbarða.
Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fugl (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Svartfuglaætt (Alcidae)
Ættkvísl: Uria
Tegund:
U. lomvia

Tvínefni
Uria lomvia
(Linnaeus, 1758)
Uria lomvia lomvia

Stuttnefja (fræðiheiti: Uria lomvia) er strandfugl af svartfuglaætt og nokkuð lík langvíu. Hún er svört á höfði og baki en hvít að neðanverðu. Á veturna fær hún hvíta vanga. Goggurinn er svartur, oddhvass og með hvítri rönd á jaðri efra skolts. Fætur eru svartir og augun svört. Stuttnefjan verpir á líkum stöðum og langvían, en ólíkt henni (sem verpir á berar syllur og bríkur) er dálítil jarðvegur eða leir og sandur í eggstæðinu hjá stuttnefjunni. Þær eru líka yfirleitt fáar saman. Mesti þéttleiki stuttnefju í varpi hefur þó mælst 37 fuglar á fermetra. Stuttnefjuna má helst finna í stórum hópum í Látrabjargi, Hælavík og Hornabjargi. Lítið er vitað um ferðir hennar á veturnar en flestar langvíur eru hér frá byrjun apríl og fram til byrjun ágúst.

Stuttnefjan átti sér ólík heiti eftir landshlutum. Í Látrabjargi var hún kölluð nefskeri og í Papey stuttvíi, í Skrúð drunnnefja og á Langanesi klumba. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.