Fara í innihald

Pálmasunnudagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
'Innreið Jesú í Jerúsalem' mósaíkverk í Palermo, Ítalíu, u.þ.b. 1150).

Pálmasunnudagur er trúarleg hátíð kristinna sem fellur á sunnudaginn fyrir páskana og er fyrsti dagur dymbilviku. Pálmasunnudagur er haldinn til minningar um innreið Jesú í Jerúsalem, þegar fólkið breiddi klæði sín á veginn og veifaði pálmagreinum til að fagna komu hans, en þannig var konungum fagnað á þeim tímum. [1] Í kaþólskum kirkjum og sumum lúterskum fer fram pálmavígsla og helgiganga á þessum degi. Þá er pálmagreinum, eða greinum sem líkjast þeim, úthlutað til safnaðarins, og að lokum er helgiganga með söng. Þá eru sungin ævaforn lög, sem tilheyra þessari athöfn. Sumstaðar eru vígðu pálmagreinarnar, sem ekki ganga út, brenndar og askan geymd fram á næsta öskudag, en áður fyrr var henni stundum dreift yfir söfnuðinn. [2]

Í Jóhannesarguðspjalli segir þannig frá atburðum pálmasunnudagsins fyrsta:

Gæsalappir

Sá mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, frétti degi síðar, að Jesús væri að koma til Jerúsalem. Þeir tóku þá pálmagreinar, fóru út á móti honum og hrópuðu: "Hósanna! Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins, konungur Ísraels!" Jesús fann ungan asna og settist á bak honum, eins og skrifað er: Óttast ekki, dóttir Síon. / Sjá, konungur þinn kemur, / ríðandi á ösnufola. Lærisveinar hans skildu þetta ekki í fyrstu, en þegar Jesús var dýrlegur orðinn, minntust þeir þess, að þetta var ritað um hann og að þeir höfðu gjört þetta fyrir hann.“

— Jóhannesarguðspjall 12;12-16.

Pálmasunnudagur er hræranlegur hátíðisdagur og fellur því ekki upp á sama mánaðardag ár hvert.

Pálmasunnudagur, 2009-2025
Ár Vestræn kristni Austræn kristni
2009 5. apríl 12. apríl
2010 28. mars
2011 17. apríl
2012 1. apríl 8. apríl
2013 24. mars 28. apríl
2014 13. apríl
2015 29. mars 5. apríl
2016 20. mars 24. apríl
2017 9. apríl
2018 25. mars 1. apríl
2019 14. apríl 21. apríl
2020 5. apríl 12. apríl
2021 28. mars 25. apríl
2022 10. apríl 17. apríl
2023 2. apríl 9. apríl
2024 24. mars 28. apríl
2025 13. apríl

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fróðleiksmolar um páskana; grein í Degi 1982
  2. Pálmagangan í Péturskirkjunni; grein í Morgunblaðinu 1959


breyta Kristnar hátíðir

Aðventa | Jól | Pálmasunnudagur | Dymbilvika | Páskar | Uppstigningardagur | Hvítasunnudagur | Allraheilagramessa