Fara í innihald

Upphafsstafaheiti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Upphafsstafaheiti er skammstöfun sem inniheldur eingöngu upphafsstafi. Gott dæmi er NATO - North Atlantic Treaty Organisation. Ýmsir hlutir tæknilegs eðlis heita slíkum nöfnum, svo sem eins og RADAR og LASER. Fyrra orðið kemur úr RAdio Detection And Ranging og seinna orðið er soðið saman úr Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation. Allmargir hlutir í daglega lífinu heita slíkum nöfnum, sérstaklega í ensku en síður í íslensku. Hér hentar að nefna tvö dæmi: TV (frb. tíví, =television =sjónvarp) og jeep (hljóðlíking við GP =General Purpose, en það er umdeilt), sem er sú tegund bíla sem á íslensku kallast jeppi. Einnig hefur tíðkast að einstakar þjóðir nefni sig slíkum heitum, þó aðallega á prenti. Dæmi þess eru USA (United States of America), GB (Great Britain), SSSR (Soyuz Sovetskikh Sotsialisticheskikh Respublik ) og svo UN (United Nations = Sameinuðu þjóðirnar).

Upphafsstafaheiti eru venjulega mynduð úr fyrstu einum eða tveim stöfunum í hverju orði sem ekki er smáorð en þó er það stundum gert ef það hentar vel til að mynda meðfærilegri orð út úr skammstöfunum, sjá dæmi um samsetningu upphafsstafaheitisins RADAR hér að ofan. Önnur leið til að mynda heitin er að taka áherslustafi inn í miðjum orðum, sjá samsetningu TV hér að ofan.