Tvinnbíll
Útlit
Tvinnbíll er bíll sem hefur tvískipta vél, gengur annars vegar fyrir bensíni (eða dísel), en hjálparvélin er rafdrifin. Sumir tvinnbílar eru sagðir menga allt að helmingi minna en aðrir bílar.
Í tvinnbílum er tölva sem safnar gögnum um hraða og ástig á eldsneytisgjöfina og stýrir því hvort báðar vélarnar eru í gangi eða bara önnur. Sumir tvinnbílar vinna þannig að þegar bílnum er startað gengur hann aðeins fyrir rafvélinni og upp að 40-50 km á klst. En þegar farið er hraðar fer bensínvélin í gang.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Tvinnbíll.