Tungu-Kári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tungu-Kári var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam Norðurárdalinn sunnanverðan og Kjálka fram að Stekkjarflötum og bjó í Flatatungu. Eftir því sem Landnáma segir bjuggu afkomendur hans á Silfrastöðum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.