Fara í innihald

Tungnaárjökull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tungnaárjökull frá Sprengisandi.

Tungnaárjökull er 17 km breiður skriðjökull sem gengur út af Vatnajökli í vesturátt innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Norðan við Tungnaárjökul er klettabelti sem nefnist Jökulgrindur.[1] Hefðbundin leið jarðvísindamanna að Grímsvötnum var um Tungnaárjökul, en vegna þess hve jökullinn hefur hopað mikið hefur sú leið orðið ógreiðfær.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pawel Molewski og Leon Andrzejewski (2016). „Geomorphological and sedimentological records of glacial events in the northern part of the marginal zone of Tungnárjökull, Iceland, since the Little Ice Age“. Jökull: Ársrit Jöklarannsóknarfélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands. 66 (1): 51–68.
  2. „Hefðbundin leið við Tungnaárjökul lokuð vegna loftslagsbreytinga“. Mbl.is. 4.6.2019.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.