Marþöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tsuga heterophylla)
Marþöll
Barr og könglar
Barr og könglar
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þöll (Tsuga)
Tegund:
T. heterophylla

Tvínefni
Tsuga heterophylla
(Raf.) Sarg.
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Marþöll

Marþöll (fræðiheiti: Tsuga heterophilla) er barrtré sem vex í vesturhluta Norður-Ameríku, aðallega nálægt sjó. Það verður vanalega 30-60 metra hátt í heimkynnum sínum.[2] Marþöll er mjög skuggþolin og getur vaxið lengi undir trjáskermi. Toppsprotinn slútir eins og á flestum öðrum þöllum. Vaxtasvæðið spannar frá suðaustur-Alaska til Kaliforníu.[3] Fjallaþöll er skyld tegund.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Mikið var flutt inn af fræi á sjötta áratug síðustu aldar. Ræktun gafst ekki vel og fá tré lifðu af.[4] Stálpuð tré má m.a. finna á Hallormsstað, Skorradal og í Grasagarði Reykjavíkur. Ræktun krefst skjóls.[5]

Marþöll hefur sáð sér út við Jökullæk í Hallormsstað.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Farjon, A. (2013). Tsuga heterophylla. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42435A2980087. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42435A2980087.en. Sótt 14. desember 2017.
  2. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 19. ágúst 2015.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 19. ágúst 2015.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2015. Sótt 19. ágúst 2015.
  5. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/04/30/martholl_tre_manadarins/


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.