Lýðræðislegi framfaraflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lýðræðislegi framfaraflokkurinn
民主進步黨
Mínzhǔ Jìnbù Dǎng
Formaður Tsai Ing-wen
Aðalritari Lin Hsi-yao
Stofnár 28. september 1986; fyrir 36 árum (1986-09-28)
Höfuðstöðvar Taípei, Taívan
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Félagslegt frjálslyndi, taívönsk þjóðernishyggja, vinstristefna
Einkennislitur Grænn     
Sæti á löggjafarþinginu
Vefsíða www.dpp.org.tw/

Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er stjórnmálaflokkur á Taívan. Flokkurinn er annar af tveimur stærstu flokkum landsins ásamt kínverska þjóðernisflokknum Kuomintang. Ólíkt Kuomintang styður Lýðræðislegi framfaraflokkurinn ekki samruna Taívans við meginland Kína, þar sem Alþýðulýðveldið Kína fer með völd, heldur styður hann stofnun sjálfstæðs lýðveldis og viðurkenningu á sérstöku þjóðerni Taívana.[1] Um þessar mundir er Lýðræðislegi framfaraflokkurinn með meirihluta á löggjafarþingi Taívans og núverandi forseti Taívans, Tsai Ing-wen, er meðlimur í flokknum.[2] Tsai er annar forseti Taívans úr Lýðræðislega framfaraflokknum.

Flokkurinn rekur uppruna sinn til breiðfylkingar stjórnarandstöðuhópa sem mynduðu bandalag gegn flokksræði Kuomintangs á Taívan á níunda áratugnum. Miðað við Kuomintang er flokkurinn í dag talinn vinstri- eða miðvinstrisinnaður í félags- og efnahagsmálum og er þekktur fyrir áherslu á vernd mannréttinda og á andkommúnisma.

Fyrsti forseti Taívans úr Lýðræðislega framfaraflokknum var Chen Shui-bian, sem var kjörinn forseti árið 2000 og rauf þannig áratuga langa stjórnartíð Kuomintang. Fyrir framboð sitt hafði hann þó mildað nokkuð afstöðu sína og fallið frá stefnunni um aðdráttarlausan aðskilnað frá meginlandi Kína.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Stjórn­ar­flokk­ur Taívans hvet­ur til sjálf­stæðis lands­ins“. mbl.is. 30. september 2007. Sótt 23. maí 2020. {{cite web}}: soft hyphen character í |title= á staf nr. 7 (hjálp)
  2. Ævar Örn Jósepsson (16. janúar 2016). „Tævan: Fyrsta konan á forsetastóli“. RÚV. Sótt 23. maí 2020.
  3. Niels Peter Arskog (22. mars 2000). „Leiðtogar Kína og Taívans hafa færst nær samningaviðræðum“. Morgunblaðið. Sótt 23. maí 2020.