Dvergþorskur
Útlit
(Endurbeint frá Trisopterus minutus)
Dvergþorskur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Trisopterus minutus O. F. Müller, 1776 |
Dvergþorskur eða skreiðungur (fræðiheiti: Trisopterus minutus) er lítill fiskur af þorskaætt sem lifir í tempruðum sjó við strönd Evrópu, frá Noregi að Miðjarðarhafi og Atlantshafsströnd Marokkó. Hann er rauðbrúnn á lit með áberandi skeggþráð. Hann verður allt að 40 sm langur og finnst venjulega í litlum torfum við sand- eða leirbotn á 10-300 metra dýpi.