Transfólk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Transfólk (transkona, transkarl) er manneskja sem lætur leiðrétta kyn sitt. Nefna má að orðið "'kynskiptingur"' er úrelt orð, enda mjög misvísandi varðandi ferli transfólks. Orðið skipti gerir ekki aðeins lítið úr einstaklingnum, heldur vísar til einhverskonar sífellu eins og það sé hægt að skipta fram og til baka. En það á alls ekki við í tilfelli transfólks. [heimild vantar]

Algeng ástæða fyrir því að fólk leiðréttir kyn sitt er að það telji sig vera í „röngum líkama“ — upplifi sig og hugsi til dæmis sem kona en sé samt líffræðilegur karl. Fólk sem þannig er ástatt um velur stundum leið kynleiðréttingar. Þetta tengist þó ekkert kynhneigð viðkomandi. Kynhneigð transfólks er eins mismunandi og hjá öllum öðrum. [heimild vantar]


Auk þess eru fleiri en eitt kyn. Það er, auk konu og karls, hvorukyns, Akyns, bæði, genderfluid, demi og fleiri

Hormónameðferð[breyta | breyta frumkóða]

Kynleiðrétting hefst á hormónameðferð. Einstaklingur þarf að vera í hormónameðferð í minnsta kosti ár áður en hægt er að fara í sjálfa kynleiðréttinguna. Við meðferðina tekur viðkomandi á sig viss líkamleg einkenni ákveðins kyns vegna áhrifa hormónanna. Transkarlar (karl sem fæðist með kynfæri konu) þurfa að taka inn testósterón og við það eykst meðal annars skeggvöxtur, vöðvar byrja að stækka og rödd dýpkar svo fátt sé nefnt. Transkona (kona sem fæðist með kynfæri karls) tekur inn estrógen og prógesterón, sem meðal annars minnka eða stöðva skeggvöxt, hafa áhrif á fitumyndun og láta brjóst byrja að myndast og fleira.[heimild vantar]

Skurðaðgerð[breyta | breyta frumkóða]

Eftir nógu langan hormónakúr getur einstaklingur undirgengist kynleiðréttingaðgerð. Ber að nefna að ekki allt transfólk velur að undirgangast slíka aðgerð. Við hana er kyn einstaklings leiðrétt til að samsvara kyngervi einstaklingsins. [heimild vantar]

Félagslegur þáttur[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem kynferði fólks er ekki síður félagslegt en líffræðilegt, er félagsleg breyting ekki minni en líffræðileg. Þannig þarf transfólk að axla nýtt félagslegt hlutverk, sem nær allt frá því að breyta færslu í þjóðskrá yfir í að hætta að fara á karlaklósett og fara á kvennaklósett í staðinn, eða öfugt.[heimild vantar]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.