Trölladeig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bangsi

Trölladeig er leikfangaleir sem búinn er til úr hveiti, salti, vatni og stundum smá matarolíu. Í því eru engin eiturefni en á hinn bóginn er gjarnan settur matarlitur í deigið til að gera það litríkara. Það er notað í leikskólum og heimahúsum og hentar jafnt fyrir lítil og stór börn. Mótaða hluti er hægt að þurrka í ofni við 80°C.