Tríkínur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífsferill tríkínuþráðorma sem valda tríkínuveiki

Tríkínur eru sníkjuþráðormar sem lifa í mönnum og dýrum. Aðeins ein tegund Trichinella spiralis var þekkt fram til ársins 1972 en síðar hefur komið í ljós að tegundir eru mun fleiri. Lirfur koma úr hráu kjöti eða hræjum. Faraldrar hafa komið upp vegna neyslu á svína- og hrossakjöti. Tríkínur eru ekki landlægar á Íslandi en þó er sérstök Norðurslóðategund Trichina nativa algeng í hvítabjörnum og heimskautaref á Grænlandi og Svalbarða og hefur borist alla vega þrisvar hingað til lands með hvítabjörnum. Tríkínur valda sjúkdómnum tríkínuveiki (trichinosis), áður þýtt sem purkormasótt.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]