Fara í innihald

Tomás Fernández

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tomás Fernández Ruiz (fæddur árið 1915 í Kantabría á Spáni, dánardagur óþekktur) var knattspyrnumaður sem keppti með landsliði Kúbu á HM 1938 í Frakklandi.

Ævi og ferill

[breyta | breyta frumkóða]

Afar lítið er vitað um Tomás Fernández. Hann fæddist á Spáni en fluttist til Kúbu þar sem hann lék knattsyrnu undir merkjum Centro Gallego.

Allnokkur knattspyrnulið frá Norður- og Mið-Ameríku skráðu sig til leiks fyrir forkeppni HM 1938. Þegar á hólminn var komið drógu þau öll sig úr keppni þar til lið Kúbu stóð eitt eftir. Fernández var valinn í landsliðshópinn og tók þátt í öllum þremur leikjum liðsins í keppninni. Liðið gerði fyrst 3:3 jafntefli við Rúmeníu og þurftu þau því að mætast að nýju nokkrum dögum síðar. Þar unnu Kúbverjar óvæntan 2:1 sigur þar sem Fernández skoraði sigurmarkið. Það er jafnframt seinasta mark Kúbu í sögu úrslitakeppna HM því liðið sá aldrei til sólar í leiknum gegn Svíþjóð í fjórðungsúrslitum.