Fara í innihald

Tilbury (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilbury er íslensk jaðarrokkhljómsveit með þjóðlagakenndum undirtón, stofnuð sumarið 2010. Þormóður Dagsson, þá nýhættur í Jeff Who?, hóf leikinn, en þá átti þetta einungis að vera einstaklingsverkefni og kallaði hann það Formaður Dagsbrúnar. Þegar Þormóður var í leit að hljómsveit til að spila inn á plötu með sér þróaðist verkefnið út í hljómsveitina Tilbury.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru Þormóður Dagsson (söngvari), Kristinn Evertsson (hljóðgervill), Örn Eldjárn (gítar), Guðmundur Óskar (bassi) og Magnús Tryggvason (trommur).

Hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.