Fara í innihald

Tianjin Binhai-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af farþegamiðstöð Tianjin Binhai alþjóðaflugvallarins.
Farþegamiðstöð Tianjin Binhai alþjóðaflugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Tianjin Binhai (IATA: TSN, ICAO: ZBTJ) (kínverska: 天津滨海国际机场; rómönskun: Tiānjīn Bīnhăi Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn Tianjin, borghéraðs Alþýðulýðveldisins Kína. Flugvöllurinn er ein helsta flugmiðstöð Kína. Hann þjónar bæði innanlands- og millilandaflugi og er stór í framflutningum.

Flugvöllurinn er staðsettur í Dongli hverfinu um 13 kílómetra frá miðborg Tianjin. og 30 kílómetrum frá nýju höfninni I borginni. Þrátt fyrir nafnið Binhai er flugvöllurinn ekki í því svæði við höfnina sem nú er kallað Binhai. Þar er iðnþróunarsvæði Tianjin sem ætlað er að endurtaka þá þróun sem sést hefur í Shenzhen borg og Pudong-hluta Sjanghæ borgar. Flugvöllurinn hefur þrjár farþegamiðstöðvar og þrjár flugbrautir.

Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn meira en 23.6 milljónir farþega og um 260 þúsund tonn af farmi.

Mynd af fyrstu farþegamiðstöð Tianjin Binhai flugvallarins.
Fyrsta farþegamiðstöð Tianjin Binhai flugvallar.

Fyrsti flugvöllur borgarinnar var byggður á umráðasvæði Breta í borginni árið 1920. Forveri núverandi flugvallar var Tianjin Zhangguizhuang flugvöllurinn var síðan byggður árið 1939. Hann hefur verið þróaður síðan. Árið 1979 var aðalbraut flugvallarins lengd í 3.200 metra og 50 metrar á breidd. Tíu árum síðar var samþykkt heildarendurskoðun á flugvellinum. Þá var flugstöðvarbyggingin stækkuð verulega. Árið 1995 fékk flugvöllurinn núverandi heiti. Hann var þá með tvær flugbrautir og tvær farþegamiðstöðvar.

Vegna nálægðar við flugvöll höfuðborgarinnar Beijing var þróun Tianjin flugvallar lengi takmörkuð. Árið 2005 hófst breikkun fyrstu flugbrautarinnar í 75 metra og hún lengd í 3.600 metra. Árið 2009 lauk flugvellinum framkvæmdum við aðra flugbraut.

Smíði nýrrar farþegamiðstöðvar hófst árið 2005 og var tekin í notkun árið 2008. Hún var þrefalt stærri en fyrsta stöðin.

Árið 2019 var hafist handa við enn eina stækkunina með því að byggja þriðju farþegamiðstöðina um 400.000 fermetra að stærð. Að auki er þriðja flugbrautin á teikniborðinu. Á sama tíma er verið að byggja upp lestartengingar við flugvöllinn.

Fyrirhuguð er 25 ferkílómetra stækkun flugvallarins í 80 ferkílómetra. Þá er gert ráð fyrir að flugvöllurinn svipi til Schiphol flugvellinum í Amsterdam hvað stærð varðar og muni þá geta annað um 500.000 tonna farm og 200.000 flug á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að árið 2040 nái farþegaflutningar Tianjin-flugvallar um 40 milljónum farþega.

Samgöngur við flugvöllinn

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af snarlestarstöð Tianjin Binhai flugvallar.
snarlestarstöð Tianjin Binhai flugvallar.

Strætisvagnar og gott vegakerfi tengja flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði. Í uppbyggingu er snarlestarkerfi sem mun tengja flughöfnina við miðborg Tianjin.

Flugfélög

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af Airbus A320-200 vél heimaflugfélagsins Tianjin Airlines lenda á Tianjin Binhai flugvellinum.
Airbus A320-200 vél heimaflugfélagsins Tianjin Airlines lendir á Tianjin Binhai flugvellinum.

Flugvöllurinn er aðalmiðstöð og safnvöllur fyrir heimaflugfélagið Tianjin Airlines og Okay Airways. Að auki er flugvöllurinn mikilvægur áhersluflugvöllur fyrir Air China. Alþjóðaflug eru aðallega á vegum Korean Air, Asiana Airlines, All Nippon Airways, Japan Airlines og LOT Polish Airlines.

Alls starfa á flugvellinum 49 farþegaflugfélög og 1o farmflugfélög.

Flugleiðir

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af annarri farþegamiðstöð Tianjin Binhai flugvallarins.
Önnur farþegamiðstöð Tianjin Binhai flugvallarins.

Flestir áfangastaðir flugvallarins eru innan Kína, þar sem hann þjónar flestum stærri borgum landsins. Flugvöllurinn hefur ýmsa alþjóðlega áfangastaði, svo sem Dæmi um borgir eru Singapúr, Bangkok, París, Taípei, Tókíó, Vladívostok, Kúala Lúmpúr, og Varsjá.