Thomas Nast
Thomas Nast (27. september 1840 – 7. desember 1902) var bandarískur skopmyndateiknari og dagblaðateiknari af þýskum ættum. Hann er oft talinn faðir bandarískra teiknimynda og myndir hans höfðu mikil áhrif. Hann gagnrýndi í teikningum sínum stjórnmálamanninn "Boss" Tweed og kosningamaskínu flokksins sem kölluð var Tammary Hall. Nast er líka talinn hafa skapað nútíma ímynd bandaríska jólasveinsins Santa Claus (ímynd sem var byggð á þýska vættunum Sankt Nikolaus og Weihnachtsmann). Nast bjó einnig til táknið fíll fyrir Repúblikanaflokkinn. Nast bjó hins vegar ekki til táknið Sámur frændi (Uncle Sam) sem var ímynd bandarísku stjórnarinnar í líki karls og ekki heldur táknið Columbia sem var tákn bandarískra gilda í kvenlíki og ekki ímynd Demókrataflokksins sem asna. Hann nýtti hins vegar þessi tákn í skopmyndum sínum. Nast teiknaði fyrir tímaritið Harper's Weekly frá 1859 til 1860 og frá 1862 til 1886.