The Tallest Man on Earth
The Tallest man on Earth | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn | Montezumas |
Uppruni | Svíþjóð |
Ár virkur | 2006 – í dag |
Stefnur | Alþýðutónlist |
Útgáfufyrirtæki | Gravitaion, Dead Ocean |
Meðlimir | Kristian Matsson |
Vefsíða | Tallestmanonearth.com |
Kristian Matsson (f. 30.apríl, 1983) er tónlistarmaður frá Dalarna í Svíþjóð. Kristian kemur fram undir nafninu The Tallest Man on Earth. Hann er þekktur fyrir að taka upp lögin sín í heimahúsi og segist ekki vilja taka gítarinn upp sér og sönginn sér því að röddin hans og gítarinn vinna sem eitt.[1] Kristian var giftur sænsku tónlistarkonunni Amanda Bergman, sem kemur fram undir nafninu Idiot Wind. Hjónin héldu fjölda tónleika saman en hann hefur einnig verið á tónleikaferðalagi með bandaríska tónlistarmanninum Bon Iver.[2]
Gagnrýnendur líkja The Tallest Man on Earth gjarnan við Bob Dylan. Bæði vegna tónlistarstíls og söngstíls.[3][4][5] Þegar kemur að lagatextum segist Kristian Matsson hafa kynnst mikið af gömlum, góðum amerískum lagahöfundum í gegnum Bob Dylan. Þegar hann hlustaði á Bob Dylan fimmtán ára gamall pældi hann mikið í áhrifavöldum Bob Dylans og fór í kjölfarið að hlusta á Pete Seeger og Woody Guthrie. [6]
Aðalmerki The Tallest Man on Earth er gítarleikurinn. Þegar kemur að tækni notast hann sérstaklega við strengjastillingar sem mynda opna hljóma og þar af leiðandi síður hefðbundna strengjastillingu. Hann lærði á klassískan gítar sem barn, en segist "ekki hafa verið með athyglina á tónlistarnáminu" og í lok gagnfræðiskóla "fékk hann leið á að læra á gítar því það var engu frábrugðnar en að læra stærðfræði."[7] Það var ekki fyrr en hann var um tvítugt að hann fór aftur að spila á gítar. Það var vegna þess að hann kynntist opnum strengjastillingum í gegnum tónlistarmanninn Nick Drake. Hann varð hrifin af þeim stíl því þá gat hann einbeitt sér að söng samhliða því að gera flóknar gítarlínur. [8]
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Shallow Grave (2008)
- The Wild Hunt (2010)
- There's No Leaving Now (2012)
- Dark Bird Is Home (2015)
- I Love You. It's a Fever Dream (2019)
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- The Gardener
- The King of Spain; The Wild Hunt
- Pistol Dreams
- The Dreamer
- Weather of a Killing Kind
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.youtube.com/watch?v=6Q5ZlDOzK7k&feature=relmfu
- ↑ http://www.youtube.com/watch?feature=fvwp&NR=1&v=oQAV7cRDbWA
- ↑ Pareles, Jon (10. desember 2008). „Two Variations on an Acoustic Theme“. The New York Times. Sótt 22.janúar 2012.
- ↑ O'Neil, Luke (4. október 2010). „Tallest Man on Earth is a player with range“. The Boston Globe. Sótt 7. apríl 2011.
- ↑ Gill, Andy (22.janúar 2012). „Album: The Tallest Man On Earth, The Wild Hunt (Dead Oceans)“. The Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2012. Sótt 22.janúar 2012.
- ↑ http://www.youtube.com/watch?feature=fvwp&NR=1&v=oQAV7cRDbWA
- ↑ http://www.youtube.com/watch?v=q2IX5FoRRis&feature=relmfu
- ↑ http://www.youtube.com/watch?v=K6wXyLRQxTo