The Proposal
The Proposal | |
---|---|
Leikstjóri | Anne Fletcher |
Handritshöfundur | Pete Chiarelli |
Framleiðandi | Todd Lieberman David Hoberman Alex Kurtzman Roberto Orci Kristin Burr |
Leikarar | Sandra Bullock Ryan Reynolds Malin Akerman Mary Steenburgen Craig T. Nelson Betty White Oscar Nuñez Aasif Mandvi |
Dreifiaðili | Touchstone Pictures |
Frumsýning | 19. júní 2009 29. júlí 2009 |
Lengd | 108 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
Ráðstöfunarfé | 40 milljónir $ |
The Proposal (íslenska: Bónorðið) er bandarísk gamanmynd frá árinu 2009 sem leikstýrt var af Anne Fletcher og leika Sandra Bullock og Ryan Reynolds aðalhlutverkin. Myndin kom út 19. júní 2009 í Bandaríkjunum, 22. júlí 2009 í Bretlandi og 29. júlí 2009 á Íslandi.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Margaret Tate er framkvæmdar-ritstjóri hjá bókaútgáfufyrirtæki, Ruick & Hunt Publishing. Undirmenn hennar hata hana mikið vegna þess hvað hún er stjórnsöm og köld. Eftir að hún kemst að því að það á að vísa henni úr landi, aftur til Kanada, neyðir hún aðstoðarmanninn sinn, Andrew Paxton, til að giftast sér, þar sem framtíð hans er bundin framtíð hennar hjá fyrirtækinu. Andrew samþykkir með skilyrðum að giftast Margaret.
Þau verja helginni saman með foreldrum Andrews í Sitka í Alaska til þess að gera lygina trúverðuga, þar sem þau munu vera gestir í 90 ára afmæli ömmu Andrews, Annie. Margaret ber litla virðingu fyrir Alaska og er undrandi þegar hún kemst að því að fjölskylda Andrews á flest fyrirtækin í Sitka. Foreldrar Andrews halda óvænta veislu fyrir þau, þar sem Andrew hittir fyrrverandi kærustuna sína, Gerthy. Eftir að hafa verið niðurlægður af föður sínum, Joe Paxton, tilkynnir Andrew um trúlofun hans og Margaret.
Einn morguninn leggur fjölskyldan til að þau myndi gifta sig þessa sömu helgi og þau fallast á þá hugmynd. Andrew er stressaður vegna þess að hjónabandið er lygi og Margaret reynir að hughreysta hann og sannfæra hann, og fer þá að þykja óvenjulega vænt um hann. Til að greiða úr tilfinningum sínum fer hún í hjólreiðatúr í skóginum þar sem hún finnur Annie að „færa þakkir“. Annie býður henni að vera með og þær enda á því að dansa á meðan Andrew horfir á.
Einn daginn kemur herra Gilbertson, fulltrúi bandarísku innflytjendastofnunnar sem er að skoða landvistarleyfi Margaret, en Joe hefur sett sig í samband við hann. Hann segir Andrew að hann muni ekki fara í fangelsi ef hann játi að hjónabandið sé lygi en Margaret muni vera flutt til Kanada. Andrew, sem núna þykir mjög vænt um Margaret, neitar staðfastlega að samband þeirra sé lygi.
Á meðan athöfninni stendur ákveður Margaret að hún geti ekki gifst Andrew og játar viðskiptasamninginn fyrir framan alla, þar á meðal herra Gilbertson sem segir henni að hún hafi tuttugu og fjóra tíma til að koma sér aftur til Kanada. Þar sem Margaret játaði lygina fer Andrew ekki í fangelsi. Margaret snýr aftur til New York til að pakka saman dótinu sínu. Andrew hleypur inn í herbergið þeirra en kemst að því að hún sé farin en hún skildi handritið hans eftir með miða með miklu hrósi á, á rúminu. Þegar hann hleypur út úr húsinu til að hitta Margaret, lenda Andrew og Joe í miklu rifrildi. Annie fær hjartaáfall þegar hún reynir að stoppa rifrildið og er kallað á sjúkraþyrlu sem mun flytja hana á sjúkrahús og fær hún Joe og Andrew til að samþykkja að hætta að rífast, svona „áður en hún deyr“. Þegar þeir hafa samþykkt það tilkynnir Annie að þetta hafi allt verið í plati, bara svo þeir myndu hætta að rífast og reyna að komast að flugvél Margaret áður en hún færi til New york. Andrew reynir að stoppa flugið hennar en nær því ekki í tæka tíð. Andrew flýtir sér til New York og fer á skrifstofuna þar sem hann játar ást sína á Margaret fyrir framan alla starfsmennina og biður hana að giftast sér aftur þar sem hann vilji „fara á stefnumót með henni“. Þau fara síðan til herra Gilbertson einu sinni enn til að trúlofast og í alvörunni í þetta skiptið.
Á meðan kreditlistinn rúllar, talar Gilbertson ekki aðeins við Andrew og Margaret en líka Joe, Grace, Annie, Ramone og Kevin (fjölskylduhundinn).
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Sandra Bullock sem Margaret Tate, félagslyndur aðalritstjóri hjá stórum bókaútgefanda í New York. En hún er fædd og uppalin í Kanada og er með kanadískan ríkisborgararétt. Til þess að sleppa við að vera flutt til Kanada í heilt ár vegna afbrots við umsókn landvistarleyfis, fær hún þá hugmynd að giftast bandarískum aðstoðarmanni sínu, Andrew Paxton. Hún kann ekki að synda og er munaðarlaus en foreldrar hennar dóu í bílslysi þegar hún var 16 ára. Vegna slyssins er hún með tattú af tveimur Svölum á bakinu. Samkvæmt E! News var Juliu Roberts upphaflega boðið hlutverkið en hún afþakkaði og fór hlutverkið því í hendur Bullock.
- Ryan Reynolds sem Andrew Paxton, góðhjartaði aðstoðarmaður Margaretar sem á sér þá ósk heitasta að verða ritstjóri og fá valda handritið sitt gefið út. Hann samþykkir gervi-hjónabandið með þeim skilyrðum að óskir hans verði uppfylltar. Það kemur seinna fram í myndinni að fjölskyldan hans er rík (virðast eiga allan bæinn), en Andrews sjálfur er fjarlægur föður sínum, sem óskar þess að hann muni taka við fjölskyldufyrirtækinu. Vegna vinnunar hefur Andrew ekki komið heim í þrjú ár. Foreldrar hans búa í Alaska.
- Mary Steenburgen sem Grace Paxton, móðir Andrews, sem tekur Margaret strax í sátt, fer með hana á stelpukvöld og gefur henni morgunmat í rúmið til að henni finnist hún vera velkomin. Henni líkar heldur ekki við stöðug rifrildi mili Joes og Andrews og skipar eiginmanni sínum að gera hlutina rétt, þar sem Andrew og Margaret geti bæði verið hluti af framtíð þeirra. Hún og aðrir sannfæra Andrew um að fara á eftir Margareti þegar hún hefur játað allt.
- Craig T. Nelson sem Joe Paxton, faðir Andrews sem á fjölskyldufyrirtækið sem ræður yfir öllum bænum. Hann vill að sonur hans taki við eftir sinn dag en Andrew vill verða ritstjóri. Joe nær í herra Gilbertson eftir að hann fer að gruna að hjónabandið sé ekki raunverulegt. Hann og sonur hans ná sáttum eftir að amma gerir sér upp hjartaáfall og áttar sig á því að Andrew elskar Margaret í alvörunni.
- Betty White sem Annie, mjög hress níræð kona, sem elskar Margareti strax frá byrjun og kemur fram við hana eins og eina úr fjölskyldunni. Ásamt Grace, samþykkir hún Margareti strax og finnst hún vera hin fullkomna eiginkona fyrir elsku Andrew sinn.
- Denis O'Hare sem Herra Gilbertson fulltrúi bandarísku innflytjendastofnunarinnar. Hann heldur að hjónabandið sé ekki raunverulegt og finnst ánægjulegt að hann hafi haft rétt fyrir sér.
- Oscar Nuñez sem Ramone sem er alltaf til staðar í Alaska og hefur mörg störf. Hann sést sem þjónn, karlkyns strippari, verslunarstjóri og meira að segja sem prestur. Í lokin er ýjað að því að hann sé ólöglegur innflytjandi.
- Malin Akerman sem Gertrude, fyrrverandi kærasta Andrews.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „The Proposal“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2010.