The Paranoid Style in American Politics

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Paranoid Style in American Politics er ritgerð eftir bandaríska sagnfræðinginn Richard J. Hofstadter [1]. Hann var mikils metinn hugsuður á 6. áratug síðustu aldar en aðalstarf hans var að kenna Bandaríkjasögu við Columbia háskólann. Hofstadter skrifaði margar þekktar ritgerðir og fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin fyrir tvær þeirra [2].

The Paranoid Style in American Politics var birt í Harper‘s Magazine í nóvember 1964 og fjallar hún um pólitíska hreyfingu sem Hofstadter kýs að kalla „the paranoid style“. Á þessum árum fór að bera á því að öfgakenndir hægrisinnar notfærðu sér ástríðufullt hatur minnihlutahópa og næðu pólitísku tangarhaldi á þeim. Hofstadter sá á bak við þetta hugarfar sem var hvorki nýtt né tilheyrði einungis hægri-öfgasinnum og hann vildi kalla það „the paranoid style“ því að honum fannst það nafn passa hversu ýkt, grunsamleg og samsæriskennd þessi hugmynd hans væri. Hann lýsir þeim sem þjást af þessu vænisjúka hugarfari þannig að þeir sjái samsæri í samhengi við heimsendi, þeir líti ekki á samfélagslegar deilur og vandamál sem eitthvað sem hægt sé að leysa eða miðla málum um, heldur sjái þeir aðeins góða og slæma hlið. Slæmu hliðinni þarf að útrýma en þar sem það er yfirleitt ekki raunhæfur kostur verða þessir vænisjúku einstaklingar enn pirraðri og vænisjúkari en áður þegar þeir ná ekki takmarki sínu [3].

Þessi hugmynd Hofstadter lifir enn góðu lífi og hafa margir tengt Teboðshreyfinguna við hana. Fylgjendur Teboðshreyfingarinnar vilja meina að Bandaríkin endist ekki annað ár með Demókrata við stjórnvölinn í Hvíta Húsinu og á þinginu [4][5].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. nóvember 2010. Sótt 26. nóvember 2010.
  2. http://www.c250.columbia.edu/c250_celebrates/remarkable_columbians/richard_hofstadter.html
  3. http://www.harpers.org/archive/2007/08/hbc-90000908
  4. http://scienceblogs.com/dispatches/2010/04/the_paranoid_style_in_american.php Geymt 12 apríl 2010 í Wayback Machine ScienceBlogs
  5. http://www.zcommunications.org/the-paranoid-style-in-american-right-wing-politics-obama-marxism-and-revolutionary-politics-by-anthony-dimaggio