The Magic Numbers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

The Magic Numbers er bresk rokkhljómsveit frá Ealing, hverfi nokkru í London. Tvenn systkinapör eru í hljómsveitinni, systkinin Romeo og Michele Stodart og systkinin Sean og Angela Gannon. Árið 2005 hitaði hljómsveitin meðal annars upp fyrir Brian Wilson, The Doves og Athlete. Á Glastonbury-hátíðinni spilaði hún síðan við miklar vinsældir.

10. ágúst 2005 átti hljómsveitin að koma fram í sjónvarpsþættinum "Top of the Pops" en þegar þáttastjórnandinn Richard Bacon lét orð falla um líkamslögun hljómsveitarmeðlima, ákváðu þau að koma ekki fram í þættinum.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Romeo Stodart, gítar og söngur.
  • Michele Stodart, bassi og söngur.
  • Sean Gannon, trommur.
  • Angela Gannon, trommur og söngur.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Hymn For Her/Oh Sister - 7" (gefin út í 500 eintökum)
  • Forever Lost (23/05/05) 15
  • Love Me Like You (08/08/05) 12
  • Love's A Game (24/10/05) 24
  • I See You, You See Me (13/02/06)
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.