Telia Company
Útlit
(Endurbeint frá TeliaSonera)
TeliaSonera AB er sænskt-finnskt farsímanet sem myndað var árið 2002 eftir sameiningu sænska fyrirtækisins Telia við finnska fyrirtækið Sonera. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Stokkhólmi en stundar starfsemi í öðrum norður- og austurevrópskum löndum, Mið-Asíu, Suður-Asíu og á Spáni. Samtals voru áskrifendur fyrirtækisins 182,1 milljón í byrjun ársins 2013. Hlutabréf fyrirtækisins eru skráð í kauphöllunum í Stokkhólmi og Helsinki.