Tekíla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mismunandi gerðir tequila.

Tekíla (spænska: tequila, stundum ritað svo á íslensku) er mexíkóskur áfengur drykkir sem búinn er til úr plöntunni Agave tequilana sem einnig er þekkt undir nafninu bláa agave plantan. Uppruni drykksins er í kringum borgina Tequila í Jalisco. Aðeins er leyfilegt að búa til tekíla í Jalisco og sveitarfélögum í fjórum öðrum mexíkóskum fylkjum.[1]

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Strangar reglur gilda um tekílagerð og aðeins er leyfilegt að framleiða tekíla í fimm fylkjum Mexíkó: Jalisco, Nayarit, Tamaulipas, Michoacán og Guanajuato.[1] Eftir að bláa agave plantan hefur vaxið í átta til tíu ár er kjarni plöntunnar fjarlægður og hreinsaður. Kjarninn, sem á spænsku kallast piña og getur vegið frá 20-40 kíló, er eldaður í um 26 klukkustundur[2] til þess að kalla fram umbreytingu sterkju í aðrar sykrur. Þessi efnaskipti eru nauðsynleg til myndunar alkóhóls. Safinn er pressaður úr hinum elduðu agaveplöntum og hann settur í tank til gerjunar. Stundum er sykrum bætt út í á milli hitunar- og gerjunarþrepsins. Geri er bætt út í og tankarnir eru hitaðir við lágan styrk í 30-48 klukkutíma.[1]

Því næst fer blandan í eimingartanka. Eftir eina eimingu er blandan eitruð og því verður að eima hana að minnsta kosti tvisvar. Fínna tekíla er eimað þrisvar eða jafnvel fjórum sinnum. Eftir eimingu er drykkurinn tilbúinn og kallast silfurtekíla. Silfurtekíla er þó gjarnan látið eldast í viðartunnum. Því lengur sem það er látið eldast, því litaðara verður það.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 How Is Tequila Made? Tequilaknight. Enska. Sótt 9.6.2011
  2. How to make Tequila: Tour of casa Herradura Nathan Gibbs. Spænska/enska. Sótt 9.6.2011
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.