Fara í innihald

Tamíltígrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tamíltígrar eða Frelsistígrar Tamíl Ílam (tamílska: தமிழீழ விடுதலைப் புலிகள், Tamiḻīḻa viṭutalaip pulikaḷ; sinhalíska: දෙමළ ඊළාම් විමුක්ති කොටි, Demaḷa īḷām vimukti koṭi) voru tamílsk skæruliðahreyfing í norðausturhéruðum Srí Lanka. Hreyfingin var stofnuð af Velupillai Prabhakaran árið 1976 sem aðskilnaðarhreyfing sem hafði að markmiði stofnun sjálfstæðs ríkis Tamíla, Tamíl Ílam. Barátta Tamíltígra hratt borgarastyrjöldinni á Srí Lanka af stað. Styrjöldin stóð frá 1983 til 2009 þegar stjórnarher Srí Lanka tókst að yfirbuga skæruliðana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.