Tamíl Ílam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kort sem sýnir stjórnsýsluumdæmi á Srí Lanka sem Tamíltígrar gera tilkall til að verði hlutar Tamíl Ílam ásamt stöðu þeirra í desember 2005: rauð svæði eru undir stjórn Tamíltígra; appelsínugul svæði eru það að hluta; gul svæði eru svæði sem Tamíltígrar gera tilkall til en eru undir stjórn ríkisstjórnar Srí Lanka.

Tamíl Ílam (tamílska: தமிழ் ஈழம், tamiḻ īḻam) er það nafn sem tamílar á Srí Lanka hafa gefið því sjálfstæða ríki sem þeir hyggjast stofna á eyjunni. Bæði orðin Ilaṅkai (இலங்கை) og Īḻam (ஈழம்) eru tamílsk heiti yfir eyjuna í heild.

Tamíl Ílam er ekki viðurkennt sem ríki af neinni ríkisstjórn. Tamíltígrar stjórna um 40-50% þeirra svæða sem þeir vilja að tilheyri hinu nýja ríki.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.