Fara í innihald

Flowers (1968)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flowers
Bakhlið
T 104
FlytjandiFlowers
Gefin út1968
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Flowers er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1968. Á henni flytur hljómsveitin Flowers fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka fór fram í De Lane LEA STUDIOS London 20. október 1968. Allar útsetningar gerðar af FLOWERS. Stjórnandi upptöku: Barry Ensworth. Myndir tók Gunnar Gunnarsson ljósmyndari Suðurveri.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Glugginn - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
  2. Blómið - Lag - texti: Karl Slghvatsson
  3. Slappaðu af - Lag - texti: White - Þorsteinn Eggertsson
  4. Andvaka - Lag - texti: Karl Sighvatsson. Arnar Sigurbjörnsson - Þorsteinn Eggertsson

Slappaðu af[breyta | breyta frumkóða]

Slappaðu af, vertu ekki stíf og stirð og þver. Ah.
Stundum þú gengur fram af mér. Stundum ertu
ferleg, bæði frek og kröfuhörð. Finnst mér
stundum að þú sért illa úr garði gjörð. eins
og brjáluð hundstík í stórri kindahjörð,
eins og brjáluð hundstík í stórri kindahjörð.
Slappaðu af, þó að þú sért villt, þá veiztu vel, að
— vart ég þoli svona mikið kel.
Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.
Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.
Slappaðu af — ef þú vilt ég lifi þetta af.
Þú skalt reyna að halda kjafti
og slappa svolítið af.
Slappaðu af, þó að þú sért villt, þá veiztu vel, að —
vart ég þoh svona mikið kel.
Vertu stillt, þú ert svo villt, það
versta við þig er, hvað oft þú
verður tryllt. Þú ert svo villt, já,
alltof spillt.
Vertu ekki stíf og stirð og þver,
ah — stundum þú gengur fram af mér.
Stundum ertu ferleg, bæði frek og kröfuhörð,
finnst mér stundum að þú sért
illa úr garði gjörð.
Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.
Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.