TF-SIF (þyrla)
TF-SIF | |
TF-SIF | |
Tegund: | Aerospatiale Dauphin II SA-365 N |
---|---|
Árgerð: | 1985 |
Hreyflar | Tveir Turbomeca Arriel 1C |
TF-SIF, eða Sif, er þyrla sem var í þjónustu Landhelgisgæslu Íslands en hún kom til landsins árið 1985. Þyrlan var nefnd eftir gyðjunni Sif úr norrænu goðafræðinni og var þriðja loftfar Landhelgisgæslunnar til að bera nafnið. Á 22 ára ferli sínum hjá Landhelgisgæslunni tók vélin þátt í mörgum af þekktustu björgunaraðgerðum Íslands og er hún talin hafa átt þátt í björgun um 250 mannslífa.[1] Vélin hefur verið safnvél á Flugsafni Íslands á Akureyri síðan 2008.[2]
Vélin er af gerðinni Aerospatiale Dauphin II SA-365 N og rúmaði alls fimm áhafnarmeðlimi og átta farþega. Hreyflar þyrlunnar voru tveir, báðir af gerðinni Turbomeca Arriel 1C og voru 700 hestöfl hvor um sig.
Hremmingar
[breyta | breyta frumkóða]Þyrlan lenti í ýmsum hremmingum á þeim 22 árum sem hún var í notkun.
2001
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2001 var þyrlan í eftirlitsflugi og var stödd á Snæfellsnesi þegar hún lenti í láréttum vindstróki með þeim afleiðingum að spaðarnir skárust í stél og jafnvægisstýri.
2007
[breyta | breyta frumkóða]16. júlí 2007 neyddist flugstjóri þyrlunnar til þess að nauðlenda henni á sjó við Straumsvík. Þyrlan missti skyndilega afl á öðrum hreyfli í æfingaflugi. Öllum áhafnarmeðlimum var bjargað stuttu eftir að þyrlan lenti. Þyrlan var metin ónýt eftir slysið.
Afrek SIF og áhafnar hennar
[breyta | breyta frumkóða]1987 - Barðinn GK 475. Áhöfn þyrlunnar TF-SIF bjargar 9 manna áhöfn við erfiðustu aðstæður björgunnar.[3]
Frekari lesning
[breyta | breyta frumkóða]- Útkall Alfa TF-SIF, 1994: Bók eftir Óttar Sveinsson sem fjallar um björgunarafrek sem þyrlan tók þátt í.[4] Árið 2022 voru sögur úr bókinni notaðar í þættinu Útkall sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sigtryggur Ari Jóhannsson (20 júlí 2007). „Fyllist lotningu við hvininn frá þyrlunni“. Dagblaðið Vísir. bls. 1, 11-17. Sótt 21. mars 2021 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „TF-SIF á Flugsafn Íslands á Akureyri“. Icelandic Coast Guard. 21 júní 2008. Sótt 21. mars 2021.
- ↑ „Heimtir úr helju, helstu björgunarafrek síðustu ára rifjuð upp“. Sótt 5. október 2010.
- ↑ Sigurður Helgason (22 nóvember 1994). „Björgunarafrek þyrlusveitar“. Dagblaðið Vísir. bls. 17. Sótt 24 júní 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Ingunn Lára Kristjánsdóttir (14 júní 2022). „Bakkaði þyrlu í gegnum gljúfur í þoku“. Fréttablaðið. Sótt 4 febrúar 2023.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Flugdeild“. Sótt 19. apríl 2006.
- „Loftför-SIF“. Sótt 18. júlí 2007.