Fara í innihald

TF-SIF (þyrla)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
TF-SIF
Þyrlan TF-SIF sveimar yfir svartri strönd.
TF-SIF
Tegund: Aerospatiale Dauphin II SA-365 N
Árgerð: 1985
Hreyflar Tveir Turbomeca Arriel 1C

TF-SIF, eða Sif, er þyrla sem var í þjónustu Landhelgisgæslu Íslands en hún kom til landsins árið 1985. Þyrlan var nefnd eftir gyðjunni Sif úr norrænu goðafræðinni og var þriðja loftfar Landhelgisgæslunnar til að bera nafnið. Á 22 ára ferli sínum hjá Landhelgisgæslunni tók vélin þátt í mörgum af þekktustu björgunaraðgerðum Íslands og er hún talin hafa átt þátt í björgun um 250 mannslífa.[1] Vélin hefur verið safnvél á Flugsafni Íslands á Akureyri síðan 2008.[2]

Vélin er af gerðinni Aerospatiale Dauphin II SA-365 N og rúmaði alls fimm áhafnarmeðlimi og átta farþega. Hreyflar þyrlunnar voru tveir, báðir af gerðinni Turbomeca Arriel 1C og voru 700 hestöfl hvor um sig.

Þyrlan lenti í ýmsum hremmingum á þeim 22 árum sem hún var í notkun.

Árið 2001 var þyrlan í eftirlitsflugi og var stödd á Snæfellsnesi þegar hún lenti í láréttum vindstróki með þeim afleiðingum að spaðarnir skárust í stél og jafnvægisstýri.

16. júlí 2007 neyddist flugstjóri þyrlunnar til þess að nauðlenda henni á sjó við Straumsvík. Þyrlan missti skyndilega afl á öðrum hreyfli í æfingaflugi. Öllum áhafnarmeðlimum var bjargað stuttu eftir að þyrlan lenti. Þyrlan var metin ónýt eftir slysið.

Afrek SIF og áhafnar hennar

[breyta | breyta frumkóða]

1987 - Barðinn GK 475. Áhöfn þyrlunnar TF-SIF bjargar 9 manna áhöfn við erfiðustu aðstæður björgunnar.[3]

Frekari lesning

[breyta | breyta frumkóða]
  • Útkall Alfa TF-SIF, 1994: Bók eftir Óttar Sveinsson sem fjallar um björgunarafrek sem þyrlan tók þátt í.[4] Árið 2022 voru sögur úr bókinni notaðar í þættinu Útkall sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sigtryggur Ari Jóhannsson (20 júlí 2007). „Fyllist lotningu við hvininn frá þyrlunni“. Dagblaðið Vísir. bls. 1, 11-17. Sótt 21. mars 2021 – gegnum Tímarit.is. Einkennismerki opins aðgangs
  2. „TF-SIF á Flugsafn Íslands á Akureyri“. Icelandic Coast Guard. 21 júní 2008. Sótt 21. mars 2021.
  3. „Heimtir úr helju, helstu björgunarafrek síðustu ára rifjuð upp“. Sótt 5. október 2010.
  4. Sigurður Helgason (22 nóvember 1994). „Björgunarafrek þyrlusveitar“. Dagblaðið Vísir. bls. 17. Sótt 24 júní 2022 – gegnum Tímarit.is. Einkennismerki opins aðgangs
  5. Ingunn Lára Kristjánsdóttir (14 júní 2022). „Bakkaði þyrlu í gegnum gljúfur í þoku“. Fréttablaðið. Sótt 4 febrúar 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.