TF-SIF

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„TF-SIF“ getur einnig átt við þyrluna TF-SIF.
TF-SIF

TF-SIF
Tegund: Bombardier Dash-8-Q300
Árgerð: 2009
Hreyflar Pratt & Whitney Canada PW123

TF-SIF er eftirlits- og björgunarflugvél í eigu Landhelgisgæslu Íslands af gerðinni Dash-8-Q300. Vélin kom til Íslands 1. júlí 2009 á 83 ára afmæli Landhelgisgæslunnar. Hún heitir eftir gyðjunni Sif úr norrænu goðafræðinni.

Vélin tekur 12-14 farþega í venjulegri útfærslu en hægt er að breyta henni svo hún rúmi 22 farþega án mikillar fyrirhafnar. Eldsneyti flugvélarinnar endist í 4.100 km eða í 10 klukkustundir.

Árið 2023 ákvað Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að selja vélina og hlaut hann mikla gagnrýni fyrir.[1] Fallið var frá sölunni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Vísir, sótt 2. feb. 2023