Fara í innihald

Músikbúðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tónika)
Tónika - Vörumerki - Grænt
Tónika - Vörumerki - Rautt

Músikbúðin var hljómplötuverslun sem þeir Svavar Gests og Kristján Kristjánsson (K.K.) stofnuðu árið 1953. Búðin var til húsa í Hafnarstræti 8 í miðborg Reykjavíkur. Kristján Davíðsson listmálari teiknaði innréttingar og valdi liti í verslunina sem þótti flott og smekkleg. Fyrst í stað seldi búðin mest hljóðfæri, nótur og innfluttar hljómplötur en árið 1954 byrjaði Músikbúðin að gefa út hljómplötur undir merkinu Tónika. Gefnar voru út tvær raðir: „grænn miði“ fyrir dægurlög og „rauður miði“ fyrir þjóðlög og kórasöng. Músikbúðin var lögð niður árið 1956 og hljómplötulagerinn og útgáfuréttur seldur til Fálkans.


Útgáfa Tónika

[breyta | breyta frumkóða]

78 snúninga

Grænn miði

[breyta | breyta frumkóða]

Rauður miði

[breyta | breyta frumkóða]
  • K-500 - Gitte Pyskov, „Circus renz gallop“/„Sverðdansinn“ - 1954
  • K-501 - Barnakór Akureyrar og Anna G. Jónasdóttir, „Á berjamó“/„Ég bið að heilsa" - 1954
  • K-502 - Barnakór Akureyrar og Anna G Jónasdóttir, „Illur lækur“, „Sumri hallar“/„Sólin ljómar“, „Um sumardag“ - 1954
  • K-503 - Smárakvartettinn, „Fyrst ég annars hjarta hræri“/„Kvöldið er fagurt“ - 1955
  • K-504 - Smárakvartettinn, „Blærinn í laufi“/„Við lágan bæ“ - 1955
  • K-505 - Smárakvartettinn, „Draumkvæði“/„Það er svo margt“ - 1955
  • K-506 - Smárakvartettinn, „Góða nótt“/„Logn og blíða“ - 1955
  • K-507 - Smárakvartettinn, „Í ljúfum lækjarhvammi“/„Manstu ekki vina“ - 1955
  • „Tveir hljóðfæraleikarar hér í bænum opna búð“.