Músikbúðin
Útlit
(Endurbeint frá Tónika)
Músikbúðin var hljómplötuverslun sem þeir Svavar Gests og Kristján Kristjánsson (K.K.) stofnuðu árið 1953. Búðin var til húsa í Hafnarstræti 8 í miðborg Reykjavíkur. Kristján Davíðsson listmálari teiknaði innréttingar og valdi liti í verslunina sem þótti flott og smekkleg. Fyrst í stað seldi búðin mest hljóðfæri, nótur og innfluttar hljómplötur en árið 1954 byrjaði Músikbúðin að gefa út hljómplötur undir merkinu Tónika. Gefnar voru út tvær raðir: „grænn miði“ fyrir dægurlög og „rauður miði“ fyrir þjóðlög og kórasöng. Músikbúðin var lögð niður árið 1956 og hljómplötulagerinn og útgáfuréttur seldur til Fálkans.
Útgáfa Tónika
[breyta | breyta frumkóða]78 snúninga
Grænn miði
[breyta | breyta frumkóða]- P-100 - Ragnar Bjarnason með undirleik K.K sextetts, „Í faðmi dalsins“/„Í draumi með þér“. - 1954
- P-101 - Ólafur Briem og Adda Örnólfsdóttir, Tríó Ólafs Gauks, „Yndæl er æskutíð“/„Íslenzkt ástarljóð“. - 1954
- P-102 - Ragnar Bjarnason með undirleik K.K sextetts, „All of me“/Ingibjörg Þorbergs með undirleik K.K sextetts, „Nótt“. - 1954
- P-103 - Öskubuskur, „Bjartar vonir vakna“/„Haderian, hadera“ - 1954
- P-104 - Öskubuskur, „Óskalandið“/„Seztu hérna“ - 1954
- P-105 - Ragnar Bjarnason, „Anna“/„Anna í Hlíð“ - 1954
- P-106 - Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir, „Heyrðu lagið“/„Stína, ó, Stína“ - 1954
- P-107 - Don Arden, „Eftirhermur“/„Sleeping beauty“ - 1954
- P-108 - Björn R. Einarsson, „Koss“/ Björn R. Einarsson og Gunnar Egilsson, „Ó, pápi minn“ - 1954
- P-109 - Gestur Þorgrímsson, „Á Lækjartorgi“/„Rómeó og Júlía“ - 1954
- P-110 - Öskubuskur, „Bimbó“/„Við mánans milda ljós“ - 1954
- P-111 - Björn R. Einarsson, „Ást í leynum“/ Björn R Einarsson og Gunnar Egilsson, „Til unnustunnar“ - 1954
- P-112 - Öskubuskur, „Karlmenn“/ Björn R Einarsson og Gunnar Egilsson, „Konur“ - 1954
- P-113 - Leikbræður, „Borgin við sæinn“/„Fiskimannaljóð frá Capri“ - 1954
Rauður miði
[breyta | breyta frumkóða]- K-500 - Gitte Pyskov, „Circus renz gallop“/„Sverðdansinn“ - 1954
- K-501 - Barnakór Akureyrar og Anna G. Jónasdóttir, „Á berjamó“/„Ég bið að heilsa" - 1954
- K-502 - Barnakór Akureyrar og Anna G Jónasdóttir, „Illur lækur“, „Sumri hallar“/„Sólin ljómar“, „Um sumardag“ - 1954
- K-503 - Smárakvartettinn, „Fyrst ég annars hjarta hræri“/„Kvöldið er fagurt“ - 1955
- K-504 - Smárakvartettinn, „Blærinn í laufi“/„Við lágan bæ“ - 1955
- K-505 - Smárakvartettinn, „Draumkvæði“/„Það er svo margt“ - 1955
- K-506 - Smárakvartettinn, „Góða nótt“/„Logn og blíða“ - 1955
- K-507 - Smárakvartettinn, „Í ljúfum lækjarhvammi“/„Manstu ekki vina“ - 1955