Fara í innihald

Tónakvartettinn - Tónakvartettinn frá Húsavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tónakvartettinn - Tónakvartettinn frá Húsavík
Bakhlið
SG - 068
FlytjandiTónakvartettinn
Gefin út1973
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Tónakvartettinn - Tónakvartettinn frá Húsavík er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Ljósmynd á framhlið, sem er frá Húsavík tók Óli Páll

  1. Nótt - Lag - texti: Clitchan - Ókunnur
  2. Mótið - Lag - texti: Jón Þórarinsson - Hannes Hafstein
  3. Mömmudrengur - Lag - texti: E. Nevin - Friðrik A. Friðriksson
  4. Út um græna grundu - Lag - texti: Þjóðlag - Steingrímur Thorsteinsson
  5. Ermgræn - Lag - texti: Enskt þjóðlag - Friðrik A. Friðriksson
  6. Íslensk kvæðalög (syrpa) - Raddsetning - Birgir Steingrímsson
  7. Blátt lítið blóm eitt er - Lag - texti: Þýskt þjóðlag - Ókunnur
  8. Sunnudagur selstúlkunnar - Lag - texti: Ole Bull - Guðmundur Magnússon
  9. Hrím - Lag - texti: Rússneskt þjóðlag - Friðrik A. Friðriksson
  10. Vínarljóð - Lag - texti: R. Sieczynski - Ókunnur
  11. Sveitabrúðkap: a. Förin til kirkjunnar b. Í kirkjunni c. Brúðhjónaminnið d. Í stofu bónda - Lag - texti: A. Söderman - Benedikt Þ. Gröndal

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Tónakvartettinn frá Húsavík hafði œft upp ótrúlega stóra og fjölbreytta efnisskrá á sínum stutta ferli, því kvartettinn starfaðí aðeins í fimm ár. Þar sem hluti af þessari efnisskrá var til hljóðritaður samdist svo um, að SG-hljómplötur gæfu þetta ágœta efni út á LP plötu. Hér kennir margra grasa; skemmtilega sungin íslenzk kvœðalög. Lítið og létt lag eftir Jón Þórarinsson. Gamalkunn lög af erlendum uppruna eins og Nótt, Mömmudrengur, Sunnudagur selstúlkunnar og fleiri að ógleymdu hinu œfagamla enska þjóðlagi „Green sleeves", sem hefur fengið heitið Ermgrœn í afbragðs ljóði séra Friðriks A. Friðrikssonar.

En ef til vill ber hœst á þessari plötu lagaflokkinn sígilda Sveitabrúðkaup eftir Söderman, en ljóðin við þennan kunna lagaflokk gerði Benedikt Þ. Gröndal. Söngmenn Tónakvartettsins eru Ingvar Þórarinsson, sem syngur fyrsta tenór, Stefán Þórarinsson syngur annan tenór og síðan syngja þeir Eysteinn Sigurjónsson og Stefán Sörensson fyrsta og annan bassa. Undirleik allan á plötunni annast Björg Friðriksdóttir. Það er von SG-hljómplatna, að hinir mörgu aðdáendur Tónakvartettsins hvar á landi, sem þeir eru, telji all nokkurn feng að þessari síðustu hljómplötu þessara raddprúðu fjórmenninga.