Sunnudagur selstúlkunnar
Sunnudagur selstúlkunnar er norskur söngur. Söngurinn heitir á frummálinu Sætergjentens Søndag og höfundur norska textans er Jørgen Moe. Ljóðið fyrst gefið út á norsku árið 1850. Höfundur lagsins er fiðluleikarinn Ole Bull. Steingrímur Thorsteinsson þýddi ljóðið svona á íslensku árið 1905:[1]
Sunnudagur selstúlkunnar
Á dagsólar horfi ég hækkandi skeið,
að hámessu fer nú að líða:
Með kirkjufólkshópnum mér ljúf væri leið,
mig langar svo ákaft til tíða.
Þá sól yflr kamb-skarðið beint þarna ber,
Það boðar mér fjalls upp í salinn,
Í kirkjunni samhringt að klukkunum er,
Svo kveður við hljómur um dalinn.
Hér hvarfla ég einmana á hamranna braut,
Og heyri' aðeins bjöllurnar klingja;
Þær sæturnar neðra með sylgjur og skaut,
sig sýna þar klukkurnar hringja;
Og svo kemur Oddur minn þá einnig þar,
hann þeysir á Jarp yfir móinn,
Og fer þá af baki svo fimur og snar
og forsælis bindur hann jóinn.
Hann hjalar og blístrar við blakkinn sinn,
með blíðlæti' og ögn við dvelur,
Og frjálslega djarfur svo fer hann inn,
og framarla sæti sér velur.
Hann beygir sig niður og bæna sig fer
og brátt lyftir augum sem þýðast,
En hvert hann þein rennir — það minst leynist mér,
ég man, hvar hann unir þeim tíðast.
Það ekkert hér gagnar að opna kver
Og uppkirja sálm á heiði.
Svo hátt er til loftsins og hljóðið þver,
Í hálendis tóm og eyði.
Ó, sælt væri' í dag að sameina raust,
við sjafnans og annara hreima,
Það vildi' ég að komið væri nú haust
og væri ég aftur þar heima!