Fara í innihald

Titanic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Títanik)
RMS Titanic
RMS Titanic úti á sjó
Skipstjóri: Edward John Smith
Útgerð:
Þyngd: 46.328 brúttótonn
Lengd: 269,1 m
Breidd: 28,2 m
Ristidýpt: 19,7 m
Vélar: Gufuvél
Siglingahraði: 21 sjómílur
Tegund: Ólympíuskemmtiferðaskip
Bygging:

RMS Titanic var breskt, gufuknúið farþegaskip og stærsta skip sem byggt hafði verið fram að því. Skipið lagði af stað frá Southampton í jómfrúarferð sína 10. apríl 1912. Skipið var á leiðinni til New York með stoppi í Frakklandi og Írlandi. Á fjórða degi siglingar 14. apríl kl. 23:40 sigldi skipið utan í borgarísjaka, rúmlega 600 km frá Nýfundnalandi. Klukkan 2:20 eftir miðnætti brotnaði skipið í tvennt og sökk.

Titanic var kallað „ósökkvanlega skipið“ og þess vegna hafði það aðeins 20 björgunarbáta þótt það hafði verið hannað fyrir 64. Um það bil 2224 manns voru um borð í skipinu þegar það sökk, 337 í fyrsta farrými, 285 í öðru farrými, 721 í þriðja farrými og 885 manns í áhöfn. Aðeins 705 manns komust af og var bjargað af skipinu Carpathia. en um 1500 manns létust. Titanic fannst á hafsbotni árið 1985, staðsett nákvæmlega: 41.46 N 50.14 W

Þau sem létust

[breyta | breyta frumkóða]

Börn, fyrsta farrými: samtals 6, látin: 0 bjargað: 6 lifðu af:100% létust: 0% Konur, fyrsta farrými: samtals 144, látnar: 4 bjargað: 140 lifðu af:97,22% létust:2,78% Karlar, fyrsta farrými: samtals 175, látnir:118 bjargað 57 lifðu af:32,57% létust:67,43%

Börn, annað farrými: samtals 24, látin: 0 bjargað 24 lifðu af:100% létust:0% Konur, annað farrými: samtals 93, látnar: 13 bjargað: 80 lifðu af:86,02% létust:13,98% Karlar, annað farrými: samtals 168, látnir: 154 bjargað: 14 lifðu af:8,33% létust:91,67%

Börn, þriðja farrými: samtals 79, látin: 52 bjargað: 27 lifðu af:34,18% létust:65,82% Konur, þriðja farrými: samtals 165, látnar: 89 bjargað: 76 lifðu af:46,06% létust:53,94% Karlar, þriðja farrými: samtals 462, látnir: 387 bjargað: 75 lifðu af:16,23% létust:83,77%

Konur, áhöfn: samtals 23, látnar: 3 bjargað: 20 lifðu af:86,96% létust:13,04% Karlar, áhöfn: samtals 885 , látnir: 693 bjargað: 192 lifðu af:21,69% létust:78,31%

Samtals lifðu af 31,97% þeirra sem á skipinu voru en 68,03% létust.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.