Fara í innihald

Síberíulilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Síberíulilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Asparagaceae
Undirætt: Scilloideae
Ættkvísl: Scilla
Tegund:
S. siberica

Tvínefni
Scilla siberica
Haw.

Síberíulilja (fræðiheiti: Scilla siberica) er tegund blómstrandi plantna í Asparagaceae, upprunnin frá suðvestur Rússlandi, Kákasus og Tyrklandi. Þrátt fyrir nafnið er hún ekki frá Síberíu.

Blóm

Hún verður 10 til 20 sm há og 5 sm breið, með lauk, af hverjum upp koma tvö til fjögur blöð snemma vors, á sama tíma og fagurblá, hangandi bjöllulaga blómin.[1]

Blómin eru með sex krónublöð og sex stíla, og eru stök eða í fáblóma klasa. Blómin eru yfirleitt blá, en á afbrigðinu Scilla siberica var. alba eru hvít. Stílarnir á Scilla eru aðskildir, ólíkt á skyldum ættkvíslum; Puschkinia og Chionodoxa, sem eru samvaxnir í rör. Frjóið er dökkblátt.

Eftir blómgun verða blómstönglarnir linir á meðan fræbelgirnir þroskast. Fullþroskaðir verða belgirnir fjólubláir og opnast, og losa fjölda smárra dökkbrúnna fræja. Blöðin visna þegar fræin eru þroskuð og plantan fer í dvala til næsta vors.

S. siberica er ræktuð vegna fagurblárra blómanna að vori. Hún sáir sér oft út og myndar stórar breiður. Hún hentar því ekki í steinhæð, en því betur í runnabeð og skógarbotn. Í Miðvestur Bandaríkjunum er hún sumstaðar ágeng.[2]

Tegundin hefur fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  2. „Scilla siberica (Siberian Squill): Minnesota Wildflowers“. Minnesota Wildflowers.
  3. „RHS Plant Selector - Scilla siberica. Sótt 3. júlí 2013.[óvirkur tengill]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]